Prestastefna á höfuðstöðvum samvinnuhugsjónarinnar
21.4.2007 | 19:11
Næstkomandi þriðjudag hefst prestastefna, sem að þessu sinni verður haldin á Húsavík. Það verður án efa gott að komast norður á heimaslóðir, þó auðvitað væri magnað að hafa prestastefnuna bara heima á Illugastöðum, en það er nú líklega heldur fjarlægur draumur. Það verður áreiðanlega nokkuð gaman að hitta hina fjölmörgu kollega víðsvegar af landinu og bera saman bækur. Það er vonandi að fólk gangi sátt frá borði eftir þessa prestastefnu, þó ég sjái það nú reyndar fyrir mér að svo verði ekki alveg. Annars förum við þrír félagarnir norður á strumpastrætóinum okkar Gíslínu, Ég, Óli Jói (sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson) og Guðni Már (sr. Guðni Már Harðarson).
Það hefði verið gaman að sitja prestastefnu með sr. Pétri heitnum í Laufási. Við hittumst á prestastefnunni í Keflavík, þá var ég ekki enn orðinn prestur, en hann sagði að við myndum verða saman á prestastefnu eftir ár og þá yrði ég örugglega orðinn prestur. Það er enginn vafi að það er mikill missir fyrir kirkjuna að starfskrafta Péturs njóti ekki lengur við.
Það er vonandi að það gefist tími til að blogga um helsta slúðrir af prestastefnunni.
Athugasemdir
Hehe, það verður gaman, sérstaklega hlakka ég til að sitja með þér í bílnum norður - reifa nokkrar guðfræðikenningar og fleira! Sjáumst á þirðjudaginn!
Ólafur Jóhann Borgþórsson, 22.4.2007 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.