VG fjórfalda fylgi sitt í Suðurkjördæmi
19.4.2007 | 19:04
Á forsíðu "Frétta" sem er vikublað okkar Eyjamanna er greint frá niðurstöðu skoðanakönnunar um fylgi stjórnmálaflokkanna. Það er að sjálfsögðu hið besta mál að niðurstöður slíkrar könnunnar, en þá verður fyrirsögnin að vera í samræmi við fréttina.
Að mínum dómi og flestra, ef ekki allra, sem ég hef talað við eru helstu tíðindin sú að VG fá, samkvæmt könnuninni, tvo kjördæmakjörna þingmenn, en höfðu engan áður, fara úr 5% í 17,4%. Næst stærstu tíðindin eru þau að Samfylkingin tapar tveimur þingmönnum, hafði fjóra, en fengi tvo. Sjallar bæta við sig einum, fá fjóra (Árni Johnsen kemur greinilega sterkur inn). Framsókn tapar öðrum sínum og aðrir fá engan.
Það sem mér finnst undarlegt við fyrirsögn fréttarinnar er að þeim á Fréttum þykja stærstu tíðindin vera að Sjallar fái fjóra menn og Samfylking tvo, í undirfyrirsögninni er síðan sagt að VG fái tvo og Framsókn einn. Ég held að menn hljóti að vera sammála um að stærsta fréttin er auðvitað sú að VG fái tvo þingmenn, jafnvel þó Sjálfstæðisflokkurinn eigi miklu fylgi að fagna hér í Eyjum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrir okkur Eyjamenn skiptir Sjálfstæðisflokkurinn bara svo miklu máli sbr. könnun rúv fyrir nokkrum dögum!
Ólafur Jóhann Borgþórsson, 19.4.2007 kl. 22:12
Sjálfstæðisflokkurinn skiptir alla landsmenn svo miklu máli
Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.