Ég spái því að Q.P.R. bjargi sér frá falli (vonandi, kannski...)

Mínir menn virðast ætla að bjarga sér frá falli, þrátt fyrir tap gegn Sunderland í síðasta leik.  3 sigrar það sem af er apríl mánuði er jöfnun á besta "runni" tímabilsins frá því í nóvember, þá unnu þeir 3 leiki af 5 og töpuðu tveim.

Það eru þrír leikir eftir á tímabilinu hjá mínum mönnum: Cardiff heima, Úlfarnir úti og Stoke heima.  Þeir ættu að geta unnið Cardiff og Stoke og hefnt þar með taps í fyrri leiknum. En ég er hræddur um að Úlfarnir taki þá í kennslustund.  Ef þessi spá mín gengur eftir, sem byggist reyndar byggist meira á óskhyggju en nokkru öðru, þá eru þeir pottþéttir með sæti sitt í deildinni.

Annars varð ég fyrir áfalli í dag þegar dóttir mín, sem ég hef reynt að ala upp í Guðs ótta og góðum siðum, sagði mér að Q.P.R. væru ekki bestir, þeir væru alltaf síðastir, og framvegis myndi hún halda með Man.utd. en til var hefur hún Liverpool.  Já svo bregðast krosstré sem önnur tré.  Ég skrifa þetta reyndar á hópþrýsting úr leikskólanum og frá Eyjamönnum almennt.  Hvar er samstaðan með fjölskylduföðurnum? Samúðin með þeim sem minna mega sín í heimi fótboltans?

wilkins1Já það er sem ég segi það er erfitt að vera stuðningsmaður Q.P.R. í Eyjum. En bráðum kemur betri tíð með blóm í haga og sætum sigrum á sparkvöllum Bretlands (vonandi). Það er að verða ansi þreytandi að ylja sér við sjóð gamalla minninga og fornrar frægðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Never mind the QPR

Feel my bollocks 

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 23:34

2 identicon

gott að vita að eg er ekki einn um það að styðja RANGERS a þessum siðustu og verstu timum. hef stutt þa siðan 76 gengnum surt og sætt aðallega surt. þetta er komið hja okkur nuna.  baratukveðja  Ragnar a HUSAVIK.......

Ragnar Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 08:39

3 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Sæll frændi. Já heimurinn er harður og versnandi fer, ekki hélt ég að hún dóttir þín færi að styðja Man.Utd. þá finnst mér þú hafa brugðist uppeldinu illilega. Segðu nú frænku litlu frá mér að það er alltaf hægt að skipta um skoðun og það gera allir góðir menn. Liverpool er lífið.....

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 18.4.2007 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband