Landsfundur Sjálfstæðismanna ályktar um skólamál
15.4.2007 | 13:13
Ég fékk þær upplýsingar af landsfundi Sjálfstæðisflokksins að komið hefði fram tillaga um að bæta í ályktunina um skólamálin að "hvers kyns starfsemi trúfélaga eigi ekkert erindi inní ríkisrekinn einkaskóla".
Það er skemmst frá því að segja að þessi tillaga var kolfelld.
Til hamingju með þetta Sjálfstæðismenn. Þetta sýnir okkur líka að það er verið að vinna mjög gott starf þar sem vinaleiðin hefur verið í gangi, þrátt fyrir hávær mótmæli einstakra manna sem hafa verið duglegir við að koma skoðunum sínum á framfæri í fjölmiðlum. Miðað við málflutning þeirra mætti ætla að þeir lytu svo á að prestar og djáknar sem starfa í vinaleiðinni séu að bjóða börnum eiturlyf, eða jafnvel þvinga eiturlyfjum inná þau. En svo er auðvitað ekki, enda hefur vinaleiðin margsannað gildi sitt, og krakkar leita mikið til þeirra sem að henni koma.
Enn og aftur: Flott hjá Sjálfstæðismönnum
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Var ekki sagt að trúin væri ópíum fyrir fólkið?? Mikið til í því!
Viðar Eggertsson, 15.4.2007 kl. 13:27
Ályktunarhæfni þinni er við brugðið - Vegna þess að sjálfstæðisflokkurinn hafnar trúfrelsi, þá er vinaleiðin að sanna sig?!? Það er engin furða að þú getir sannfært sjálfan þig að til sé gvuð.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 08:46
Kæri nafni. Á landsfundinum var sérstaklega talað um að vinaleiðin hefði sannað gildi sitt.
Guðmundur Örn Jónsson, 16.4.2007 kl. 18:21
... og sú sönnun felst í hverju?
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 18:56
Nafni, það er nú tvennt ólíkt að hafna trúfrelsi, eða að hafna því að hvers kyns starfsemi trúfélaga í skólum eigi ekkert erindi í þá. Og ályktunin er Sjálfstæðisflokksins en ekki mín, þó ég sá ánægður með Sjallana í þessu tilviki.
Ég held aftur á mót að sönnunin felist í ummælum þeirra fjölmörgu barna og foreldra þeirra sem lýst hafa ánægju sinni yfir vinaleiðinni, hvort sem um er að ræða börn í sorg vegna andláts, skilnaðar foreldra, eineltis, ofbeldis, vanrækslu og fleira.
Guðmundur Örn Jónsson, 16.4.2007 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.