Hvalveiðar
23.3.2007 | 21:09
Ég hef verið að velta fyrir mér rökunum fyrir því að farið var að veiða hvali aftur.
Ég man að helsta ástæðan var að hann væri að éta okkur út á gaddinn, þorskurinn væri að hverfa og loðnan líka.
Ég rakst á þessi rök fyrir því að hefja hvalveiðar, við þekkjum þau öll:
"Það sem að við verðum að hafa í huga er það að hvalir éta óheyrilegt magn af fiski. Talið er að hvalir éti um 1,5 milljónir tonna af fiski og um 2,5 milljónir tonna af krabbadýrum og smokkfisk á ári hverju. Hrefnan er talinn skæðust í þoskstofninum, hnúfubakur í síld og loðnu, hver veit nema þorskurinn sem Hafró týndi á dögunum hafi að hluta til endað á sama stað og Jónas forðum í hvalnum. Það er okkur því nauðsyn að geta stýrt stærð hvalastofna við landið til að jafnvægi haldist í fæðukeðjunni. Óhófleg fjölgun hvala gæti nefnilega í leitt af sér mikinn samdrátt í fiskveiðum hér við land."
Í ljósi frétta þess efnis að í sjónum sé svo mikill þorskur að til vandræða horfir, þá hlítur maður að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þær sjö langreiður sem Hvalur 9 kom með að landi hafi hér skipt sköpum fyrir þorskstofninn? Það er nú reyndar hrefnan sem talin er vera skæðust í þorskáti.Hér í Eyjum eru menn ánægðir með loðnuvertíðina, og það þrátt fyrir að stofnstærð hnúfubaks hafi ekki hrunið, vegna veiða eða útrýmingar.Þess vegna spyr ég var það réttmæt ákvörðun hjá íslenskum stjórnvöldum að hefja hvalveiðar? Já, kannski, nei.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.