Græðgi á græðgi ofan

Mér þótti merkileg ummæli Björgúlfs (yngri) um daginn þegar hann hótaði því að fara með alla starfsemi Straums - Burðarás úr landi ef þeir fengju ekki að gera upp í evrum, eða hvaða gjaldmiðli svo sem þeim hentar. 

Maður hlítur að velta fyrir sér ábyrgð þessara miklu peningamanna í samfélaginu.  Ekki urðu þeir svona ríkir af sjálfu sér.  Ó nei, þeirra ríkidæmi varð til í ákveðnu samhengi, í ákveðnu samfélagi, við ákveðnar aðstæður.  Ábyrgð þeirra er mikil, og að hóta því að fara með allt úr landi, ef menn standa ekki eða sitja eins og þeir vilja, er ábyrgðarlaus talsmáti og í hæsta máta undarlegur.  Það er eins og hvert annað kjaftæði að halda því fram að fyrirtæki standi á heljarþröm ef þau fá ekki að gera upp í evrum, það sjáum við öll ef afkomutölur eru skoðaðar.

Þessi miljarða fyrirtæki bera mikla samfélagslega ábyrgð, því það er almenningur sem hefur í raun skapað þennan mikla gróða, án almennings eru þessi fyrirtæki ekki neitt.

Sennilega eiga orð Mahatma Gandhis vel við miljarðamæringa sem svona tala: "Heimurinn hefur nóg til að fullnægja þörfum manna en ekki græðgi þeirra."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get tekið undir þetta, frændi. Ég á hlut í þessu fyrirtæki, kannski ekki stóran hlut, en á þó hlut og ekki hef ég verið spurður að því hvort ég vil láta gera upp upp í evru eða öðrum gjaldmiðlum.

Kv. Sir Arnar

Sir Arnar (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband