Færsluflokkur: Spaugilegt
Rangur misskilningur
5.5.2008 | 10:05
Eftirfarandi beiðni sendu Sameinuðu Þjóðirnar ríkjum heims:
"Viljið þið vinsamlegast gefa okkur heiðarlega skoðun ykkar á því hvaða lausn kæmi helst til greina til að koma í veg fyrir matarskort um allan heim."
Ríki heims sendu inn svör, þar sem rauði þráðurinn var á þessa leið:
Í Afríku vissi fólk ekki hvað orðið "matur" þýddi.
Sumar Austur-Evrópuþjóðirnar skildu ekki orðið "heiðarlega".
Vesturlandabúar skildu ekki orðið "skortur".
Í Kína hafði engin heyrt minnst á orðið "skoðun".
Í Mið-austurlöndum vandræðuðust menn með orðið "lausn".
Í Suður-Afríku kom orðið "vinsamlegast" mönnum í opna skjöldu.
Í Bandaríkjunum vissu menn ekki hvað "um allan heim" þýddi.