Að vera til sýnis

Þær eru ótrúlega hártoganirnar í lögfræðinni. Að halda því fram að um opið rými sé að ræða þegar tjald er dregið fyrir þennan klefa eða rými, er með ólíkindum.
Er ég að greiða atkvæði í opnu rými þegar ég kýs t.d. í alþingiskosningum og dreg tjaldið fyrir. Ég hélt að ég væri útaf fyrir mig í lokuðu rými/klefa.

Spurning hvort maður geti þá ekki allt eins farið í sturtu niðrá miðjum Austurvelli, eins og að fara í sturtu í sturtuklefa þar sem maður dregur sturtuhengið fyrir?

Hártoganir og útúrsnúningar, það er málið.


mbl.is Eigandi Goldfinger og dansari á staðnum sýknuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Svona er þetta þegar hugtökin eru illa skilgreind í lögunum. Það hefur löngum verið til siðs hérlendis að hafa lögin stutt og hnitmiðuð og dómstólum látið eftir að túlka þau - en það er orðið nokkuð ljóst að slíkt fyrirkomulag virðist einfaldlega ekki ganga upp.

Þarfagreinir, 19.7.2007 kl. 22:22

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Þessi tilhögun hefur reynst ágætlega, þar til síðustu árin. Ég hef það á tilfinningunni að dómstólarnir séu að fjarlægjast almenning í skilgreiningum, og því virðist vera meiri þörf á nákvæmari lögum en ella. En hver ætli skilgreining laganna eða dómstólanna sé á lokuðu rými?

Guðmundur Örn Jónsson, 19.7.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband