Svipmyndir á svipstundu

Gaman að segja frá því að hún Gíslína (prestskærastan) er að koma sér fyrir á flickr.com.  Myndirnar hennar er að finna á þessum stað

Annars fer að styttast í að hún verði prestsfrú (og ég verð í alvörunni kallinn hennar).  Það verður semsé 8. sept.  Við erum nú reyndar ekki beint á áætlun með undirbúninginn.  Boðskortin voru að fara í prentun í gær, en það var hún Dagnýsem hannaði þau, mjög flott, hipp og kúl, ákaflega móðins.....

Nú á bara eftir að redda kirkju, sal, presti, búa til gestalista, fá einhvern til að elda, sauma brúðarkjól, velja föt á stelpurnar, velja föt á mig, finna músíkkanta og eitthvað smotterí í viðbót. 

Nei, nei, þetta gengur þokkalega allt saman.  En kíkið endilega á myndirnar hjá frúnni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband