Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Sigur í erfiðum leik

Sigurinn var góður hjá mínum mönnum í gærkvöldi. En þó er auðvitað stóra fréttin sú að nú koma fréttir af QPR í fyrirsagnarformi á mbl og það er ljóst að nú mun landinn reglulega fá fréttir af gengi þeirra.

Í fimmtugsafmæli sr. Kristjáns í gærkvöldi ræddi ég við Jónatan, kennara í barnaskólanum hér í Eyjum og QPR-mann, um stöðu mála og vorum við sammála um að brátt væri hægt að stofna QPR-klúbb á Íslandi, a.m.k. hér í Eyjum.  Staðreyndin er sú að hvergi á landinu eru fleiri QPR aðdáendur en í Vestmannaeyjum, miðað við höfðatölu.  Mér telst til að við séum 6 talsins, sem ætti að duga í stjórn og jafnvel líka varamenn í stjórn.  Heimaey er m.ö.o. unaðsreitur íslenskra QPR manna.  Það hefur allavega ekki gerst áður hjá mér að ég geti droppað inná kaffistofur og rætt þar um stöðu mála minna manna eins og ekkert sé sjálfsagðra og fæ viðbrögð og djúpvitrar umræður um þetta ágæta félag.

Langar svona í lokin til að benda unnendum enska boltans á að það er opinbert á Íslandi að Newcastle eru AUMINGJAR.  Þetta er niðurstaðan sem menn komast að á heimasíðu Newcastle á Íslandi.


mbl.is QPR lagði Úlfana að velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband