Jólabókaflóð

Það er hætt við að eitthvað fari úr skorðum hjá bókaútgefendum fyrir þessi jól, en auðvitað gildir það um svo mörg fyrirtæki og einstaklinga.  Skjaldborg er ein af litlu útgáfunum sem hafa æ meir farið inná barnabókamarkaðinn í seinni tíð og það sem meira er, Skjaldborg hefur haft sömu kennitöluna lengur en elstu menn muna.  Það er nú ekki lítill árangur í bókaútgáfunni.  Auðvitað hefur ástandið stundum verið ansi tvísýnt, en alltaf reddast einhvernvegin.

Þarna hjá Skjaldborg var ég að vinna 2005-2006 í hálfu starfi, á móti því var ég í Kjalarnessprófastsdæmi og á Útfararstofu Kirkjugarðanna.  Þetta var skemmtilegur tími og sérstaklega gaman að vinna með Birni.  Svo var auðvitað alveg sérstakur tíminn fyrir jólin.  Þá fór maður úr búð í búð, stórmarkað í stórmarkað og reyndi eins og maður gat að koma Skjaldborgarbókunum að á bókaveisluborðunum.

Það verður að segjast eins og er að þarna voru margir skrautlegir bókabíusar frá öðrum forlögum og margir víluðu ekki fyrir sér að taka bækur keppinautanna og stinga þeim hreinlega undir borð, eða fela með öðrum hætti.  Ég lenti t.d. í þó nokkru stappi við keppinaut sem endaði þó betur en á horfðist.  Hef reyndar grun um að Heiðar Ingi (uppeldisfrændi minn) hafi beðið sitt fólk (Forlagsfólk) um að fara vel að mér.  Allt gekk þetta upp, en þetta var æsingatími sem gaman var að fá að taka þátt í.

Ég vona auðvitað að Skjaldborg komist í gegnum þessar hremmingar og auðvitað sem flestir aðrir.

 Sláum SKJALDBORG um það sem sláandi er um


mbl.is Jólabækur í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband