Gifting og ţríburaskírn

Gleđilegt nýtt ár, langađi ađ taka ađeins fyrir atburđ í desembermánuđi.

15. desember síđastliđinn annađist ég hjónavígslu og skírđi ţríbura.  Hjónin eru Hilmar, elsti og besti vinur minn, og Thelma, frćnka hennar Gíslínu.  Ţau eru bćndur í Leyningi inní Eyjafirđi. 

Um tíma virtist ţetta ekki ćtla ađ ganga eftir.  Gíslína ćtlađi uppá land á fimmtudegi, međ seinna flugi, en ţví var aflýst vegna veđurs.  Ég ćtlađi uppá land međ Herjólfi á föstudagsmorgni, en báđar ferđir Herjólfs féllu niđur ţann daginn og allt flug auđvitađ líka.  Viđ komumst loks međ flugi til R-víkur á laugardagsmorgni, en ţá var seinkun á fluginu okkar norđur um rúma tvo tíma.  Hlynur mágur kom okkur í annađ flug, ţannig ađ viđ komumst norđur og keyrđum í botni inní Leyning (međ viđkomu í Jólahúsinu í Vín, ţví ég gleymdi skírnarkertum í asanum).

Gifting og skírn gekk ađ óskum og sem betur fer var seinkun á flugi suđur, ţannig ađ viđ gátum notiđ smástundar međ góđum vinum áđur en viđ fórum suđur í fertugsafmćli til Gunnu mágkonu (hennar Gíslínu).

Ţríburarnir heita: Berglind Eva, Dagbjört Lilja og Kristján Sigurpáll.

***

Núna í dag var hátíđarmessa hér í Landakirkju.  Ég hafđi samband viđ Óla Jóagóđan félaga og vin sem er prestur í Seljakirkju (og vestmannaeyingur í húđ og hár) og fékk hann til ađ prédika í messunni.  Ţetta er sami háttur og viđ höfđum á í fyrra í messu á nýársdegi, spurning um ađ skapa hefđ.  Óli stóđ sig ađ sjálfsögđu međ prýđi, eins og hans er von og vísa, og kirkjugestir voru ánćgđir međ ađ fá ađ heyra í honum í stólnum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleđilegt ár og takk fyrir allt gamalt.

Sigríđur Júlía Brynleifsdóttir (IP-tala skráđ) 2.1.2008 kl. 14:51

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gleđileg ár ! Hafđu ţađ sem allra best á nýju ári!

Sunna Dóra Möller, 4.1.2008 kl. 21:25

3 identicon

Gleđilegt ár og takk fyrir okkur. Ţiđ áttuđ stóran ţátt í ađ gera daginn ógleymanlegan.  Já og takk fyrir alla fyrirhöfnina

Thelma og Hilmar (IP-tala skráđ) 5.1.2008 kl. 13:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband