Utanbæjarmenn á Akureyri

Það er helst í fréttum að norðan að Pólverjar eru dónalegir við kvenfólk.  En það er samt ekki framkoman við konurnar sem gerir það að verkum að menn eru settir í straff.  Ó-NEI, mælirinn fyllist þegar dyraverðirnir lenda í þeim, þá er nú ástæða til að grípa til aðgerða.

Það er einhvernvegin allt við þessa frétt sem vekur hrylling hjá mér, framsetningin og umfjöllunarefnið.

Hversu algengt er það að Íslendingar eru settir í straff á skemmtistöðum?  Hversu algengt er að slíkt straff rati í fréttirnar?

Út úr þessu máli virðist manni sem allir komi illa út, fréttamaðurinn, eigandi skemmtistaðarins og dónarnir. 

Ég ræddi um útlendinga í fermingarfræðslunni í gær og þar kom í ljós að krakkarnir eru jákvæð í garð þeirra sem flytjast inn til landsins.  Þegar ég spurði sérstaklega útí Pólverja, þá lifnaði umræðan heldur betur við.  Mjög margir af krökkunum gerðu sér þó grein fyrir því að neikvætt viðhorf þeirra í garð Pólverja væri vegna þess að þau fá aldrei góðar fréttir af Pólverjum á Íslandi, bara slæmar.

Fermingarbörn í Vestmannaeyjum gera sér grein fyrir því að Pólverjar hér á landi fá bara neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum, og fréttin sem hér er bloggað um dæmir sig auðvitað sjálf.  Hins vegar gerir fjölmiðlafólk ekki sér grein fyrir því hversu léleg umfjöllun þeirra er, eða hvað? 

Hér áður fyrr var það þannig að ef einhver gerði eitthvað af sér á Akureyri þá þótti sérstök ástæða til að taka það fram að um utanbæjarmann var að ræða.  Í dag þykir mönnum sérstök ástæða til að taka það fram að um útlending sé að ræða.  Manni þótti alltaf jafn fáránlegt að lesa um utanbæjarmanninn vonda, fékk svona nettan bjánahroll, og hið sama gildir um útlendingana vondu.


mbl.is „Dónaleg framkoma ekki liðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Það ratar reyndar ekki í fréttirnar en Íslendingar eru settir í straff á skemmtistöðum og líka fyrir norðan... það sem er öðruvísi er að það eru oftast einn og einn sem valda vandræðum og settir í straff en ekki svona hópar. Allavega hef ég ekki séð það gerast á Akureyri að hópar af íslenskum strákum séu með vesen kvöld eftir kvöld.

En alls ekki það að ég sé á móti Pólverjum, þeir eru gott fólk upp til hópa.  

Sunna - ókunnug... (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:02

2 identicon

Ég hugsa að þetta hefði alveg komist í fréttirnar ef bannað hefði TUTTUGU manna hóp íslendinga... Hvernig fundu allir þessir menn hvern annan eiginlega?

Alliat (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 11:00

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Í fréttinni kemur fram ákveðið kjarnaatriði, nefnilega að þessi hópur manna hafi "vaðið í klofið á kvenfólki" og sýnt almennan dónaskap.  Hins vegar er ekkert gert fyrr en slagsmál við dyraverði eiga sér stað.

Mennirnir eru semsagt ekki settir í straff fyrir að "vaða í klofið á kvenfólki" heldur fyrir að slást við dyraverði, það var a.m.k. þá sem mælirinn fylltist. 

Sunna það hefur einmitt gerst að hópur af íslenskum strákum hefur verið með vesen kvöld eftir kvöld.  Á námsárum mínum á Akureyri þá stundaði ég skemmtistaðina meira en góðu hófu gegnir.  Það kom stundum fyrir að einhver sagði eða gerði eitthvað sem ekki þótti við hæfi og þá logaði allur staðurinn í slagsmálum, þetta gerðist kvöld eftir kvöld, en aldrei var neinn settur í straff.

Í vetur hafa líka verið fréttir af hópum sem tekist hafa á á Akureyrir, bæði utan og innan skemmtistaða, engin ástæða þótti að setja þessa hópa í straff, þó einstaka maður kunni að hafa verið settur á ís.

Ég segi það og skrifa að þolinmæði á Íslandi er minni gagnvart útlendingum en heimamönnum.  Ég veit ekki hvað veldur, en það hefur skapast undarleg stemming hjá sumum um að útlendingar séu að taka vinnuna af íslendingum, sem er auðvitað firra, því atvinnuleysi er vart mælanlegt á landinu.  Gallinn er kannski sá að okkur hættir til að horfa fyrst og fremst á útlendinga (og þá kannski sérstaklega Pólverja) sem vinnuafl en ekki sem manneskjur fyrst og fremst.

Guðmundur Örn Jónsson, 14.11.2007 kl. 11:17

4 identicon

Lykilorðin er þessi litla skammstöfun "m.a."

S.s. þeir gengu meðal annars í skrokk á dyravörðum ásamt því að ganga eflaust í skrokk á fleirum.

Líklegast má af þessu halda að slagsmálin hafi brotist út eftir einn eða fleiri dóninn greip í klof einhverjar stúlku og maðurinn hennar ekki orðið sáttur, eðlilega.

Ingvar (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 11:22

5 identicon

Það verður samt að segjast að það er ekki í fyrsta skipti sem þetta er gert. Ég man þegar ég bjó á suðurnesjum meðan kaninn var þar að á einum eða tveimur skemmtistöðum þá voru ALLIR kanar bannaðir eins og þeir lögðu sig. Á hinum stöðunum í Reykjanesbæ þá máttu þeir ekki vera lengur en til 3 á nóttinni.

Ástæðan var að sögn yfirvalda (hvort þau hafi verið íslensk eða amerísk það veit ég ekki) kanarnir áttu það til að lenda stundum í slagsmálum eins og aðrir. Það var að vísu búið að aukast árið á undan en yfirleitt voru þessi slagsmál EFTIR að fólk var farið að skemmtistöðum svo ég hef aldrei séð tilganginn í þessu að banna þeim öllum að stunda skemmtistaði í Reykjanesbæ.

Aftur á móti þá hefði kannski verið óþarfi að banna ALLAN  Pólverjahópinn?? Kannski bara banna þá sem þeir sjá eða sáu að eru mest með læti, af því að ekki er hægt að dæma heila kindahjörð slæma bara af því að það eru 5-6 svartir sauðir inn á milli er það?

þá myndi ég frekar banna einhverja aðila úr þessum hóp og sjá hvort ástandið myndi ekki batna og þess þá heldur, þá myndi þetta ekki vekja svona mikla athygli fjölmiðla??

Ólöf (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 12:07

6 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Það er spurning hvort menn hafi hreinlega ekki farið offari í þessu máli, ég skal ekki um það segja, enda var ég ekki á staðnum.  En það má spyrja sig hvort ekki hefði verið hægt að fara þá leið sem Ólöf nefnir hér.  Setja dónana í straff og vita hvort ástandið batnar ekki. 

Maður er svona að reyna að sjá fyrir sér ástandið á skemmtistaðnum: 20 pólverjar ryðjast inná staðinn og allir sem einn "vaða þeir í klofið" á þeim konum sem á vegi þeirra verða.

Guðmundur Örn Jónsson, 14.11.2007 kl. 12:24

7 Smámynd: Sandra Dögg Guðmundsdóttir

Málið er bara að í þessum 20 manna hóp voru það ekki bara nokkrir sem voru með dónaskap og vesen, heldur allur hópurinn.

Ég hef lent í þeim oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og það var ekki gaman, ef að þeir byrjuðu að dansa í kringum mann var maður farinn að læra það að forða sér út af staðnum. 

Og Guðmundur, þeir ruddust ekkert inn á staðinn, sátu þarna inni tímunum saman áður en fólk fór að koma á staðinn og óð þá í klofið á því kvenfólki sem vogaði sér á dansgólfið.

Sandra Dögg Guðmundsdóttir, 14.11.2007 kl. 13:18

8 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Ég er sammála þér Sandra að slík framkoma er algjörlega ólíðandi, og þess vegna spyr ég af hverju ekki hafi verið tekið fyrr á málinu.  Skv. fréttinni þá fylltu árásir á dyraverði mælinn, en ekki rudda framkoma við konur.

Svo er það hitt, haga menn sér svona af því að þeir eru Pólverjar?

Guðmundur Örn Jónsson, 14.11.2007 kl. 14:24

9 identicon

Guðmundur, þú ert viljandi að misskilja. Það voru hópslagsmálin sem fylltu mælinn. Ekki bara það að dyraverðir hefðu verið lamdir.

Það voru hópslagsmál sem  sem fylltu mælinn, hópslagsmál sem hugsanlega byrjuðu vegna þess að þessir dónar gengu of langt enn einu sinni.

Lestu fréttina yfir einu sinni og sjáðu hvort þú skiljir þetta ekki aðeins öðruvísi núna. 

Ingvar (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 16:26

10 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Ok Ingvar, ef það voru hópslagsmál sem fylltu mælinn, af hverju er þá ekki talað um að slagsmálahundar hafi verið útilokaðir? Eða dónalegir slagsmálahundar útilokaðir? Vera má að ég skilji þetta eitthvað vitlaust, en það er ekki með vilja gert.  Þar verður bara skorti á skilningi um kennt.

En aðalpunkturinn er samt sem áður sá að þessi frétt, eins og svo margar aðrar eiga að sýna okkur hversu slæmir Pólverjar eru, eða hvað?

Fermingarbörnin sem ég hitti einu sinni í viku er sannfærð um að Pólverjar séu hættulegir, þeir nauðga, þeir slást, þeir leita á konur....
Það kom þeim mjög á óvart að nauðganir eiga sér lang oftast stað á stöðum þar sem fólk hefur drukkið áfengi og að nauðgarar eru í meirihluta tilfelli einhver sem fórnarlambið þekkir.  Ég held nefnilega að það þurfi oft á tíðum að draga fram einhverja umræðu í kringum og í tengslum við fréttir.  Það er á ábyrgð okkar sem eldri erum að gera slíkt.  Það er alltaf hættulegt þegar fréttir eru látnar standa einar eftir án allrar umræðu, og ekki síst jafn skelfilegar fréttir eins og þær sem segja frá nauðgunum.

Eftir stendur í huga unglinganna að Pólverjar séu hættulegir af því að þeir nauðga.  Sumar stelpur lýstu áhyggjum sínum yfir því að mæta Pólverjum útá götu, eða ganga framhjá húsi sem Pólverji býr í.  Það eitthvað rangt og skakkt við þessa mynd, það er nokkuð ljóst.

Guðmundur Örn Jónsson, 14.11.2007 kl. 17:03

11 Smámynd: Sandra Dögg Guðmundsdóttir

Auðvitað haga menn sér ekki svona bara af því að þeir eru pólverjar, væri það ekki gott ef við vissum af hverju  menn höguðu sér svona?

Ég þekki fullt af pólverjum og eru þeir lang flestir mjög almennilegir og skemmtilegir, þannig að pólverjar geta verið góðir líka

Sandra Dögg Guðmundsdóttir, 14.11.2007 kl. 18:39

12 identicon

Í þessu samhengi skiptir engu máli hvort þessir menn eru Pólverjar, utanbæjarmenn, rauðhærðir, með ilsig, skögultenntir, ústkeifir, með gleraugu eða yfirvaraskegg. Það sem skiptir máli er að hér er hópur manna sem haga sér dónalega þannig að þarf að hafa afskipti af þeim til að aðrir gestir á skemmtistaðnum, sérstaklega konur, geti skemmt sér í friði.

Ef ekki kæmi til þess sem kalla mætti hvunndagsrasisma væri málið ekkert flóknara en þetta.

Ég sé fyrir mér 20 manna hóp af íslenskum karlmönnum sem ráða sig í vinnu í Skipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi og búa saman í 70 fermetra íbúð í blokk.

Hvernig skildi næturlífið vera hjá þeim um helgar?

Kv.

Heiðar Ingi  

Heiðar Ingi (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband