Hvar eru fréttir úr 1. deild á Syn2?

Ég er einn af þeim sem keypti mér áskrift af Syn2.  Það sem ég var ákaflega spenntur fyrir var að fá fréttir úr ensku 1. deildinni með í þessum pakka.  Auðvitað hef ég gaman af ensku úrvalsdeildinni og á þar mitt uppáhaldslið, Newcastle, en mitt enska fótboltahjarta slær samt í London hjá QPR.  Þess vegna sakna ég þess að enn hafi ekki verið gerð góð grein fyrir 1. deildinni á Syn2 og kalla hér með eftir aukinni umfjöllun eins og lofað var.

Stóru tíðindin úr 1. deildinni eru að QPR gerði jafntefli í sínum fyrsta leik við Bristol City á útivelli.  En mér sýnist að það geti orðið spennandi að fylgjast með Coventry og Ipswich, en bæði lið unnu stórt í fyrstu umferð.  Niðurlægingaskeið Southampton virðist ætla að halda áfram, miðað við stórtap á heimavelli.

Ef ég horfi alveg raunhæft á stöðuna þá sýnist mér sem svo að mínir menn muni ekki komast upp á meðal þeirra bestu að þessu sinni, enda verða þeir einfaldlega að hafa breiðari og betri hóp til þess að ætla sér einhverjar rósir í þeim málum.  Ég vonast samt til þess að þeir lendi ofan við miðju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband