Neyðarkall frá Íran

Nú berast heldur dapurlegar fréttir frá Íran.  Ég fékk skeyti frá Amnesty þar sem þetta kemur fram:

Íran: Hjálp óskast á ný
Maður grýttur til bana og óttast að kona hljóti sömu örlög

Það hryggir okkur að tilkynna að Jafar Kiana (ónefndi maðurinn sem átti á hættu að vera tekinn af lífi ásamt Mokarrameh Ebrahimi) var grýttur til dauða í þorpinu Aghche-kand, nálægt bænum Takestan í Qazvin-héraði, fimmtudaginn 5. júlí. Amnesty International óttast að Ebrahimi hljóti sömu örlög nema yfirmaður dómsmála í Íran, Ayatollah Hashemi Shahroudi, skerist undir eins í leikinn.

Kiani og Ebrahimi voru dæmd til að vera grýtt til dauða fyrir hjúskaparbrot undir 83. grein íranskra hegningarlaga. Parið hefur setið í Choubin-fangelsi í 11 ár og talið er að tvö börn þeirra dvelji í fangelsi hjá móður sinni. Parið átti að taka af lífi þann 21. júní sl. en aftökunum var frestað eftir að aktívistar í Stop Stoning Forever-herferðinni komu fréttum af örlögum parsins út til almennings og bréfum rigndi inn til íranskra stjórnvalda. Í kjölfarið gaf Ayatollah Shahroudi út skipun um að aftökunni skyldi frestað. Dómurinn var enn í gildi en ekki var talið að honum yrði framfylgt í bráð.

Það var því mikið áfall þegar Stop Stoning Forever-herferðin sagði þær fréttir þann 7. júlí að Jafar Kiani hefði verið grýttur til dauða tveimur dögum fyrr, aðallega af embættismönnum á svæðinu.

Óttast er að Mokarrameh Ebrahimi hljóti sömu örlög. Því eru allir félagar Amnesty International hvattir til að skrifa írönskum yfirvöldum bréf í samræmi við eftirfarandi leiðbeiningar og krefjast þess að hætt verði aftökuna á Ebrahimi og dómurinn yfir henni mildaður.

Með von um að sem flestir sjái sér fært að taka þátt.

Ég læt fylgja með leiðbeiningar um hvernig maður ber sig að við að senda bænaskjal til Írans fyrir þá sem áhuga hafa á því.  Hvert og eitt bréf skiptir máli.  Það er nauðsynlegt að láta deigan alls ekki síga.  Það er engin launung að lyktir þessa máls eru mun dapurlegri en maður hafði vonast til, og þess vegna er enn nauðsynlegra að sofna ekki á vaktinni.

Vinsamlega sendið bréf svo fljótt sem auðið er á persnesku, arabísku, ensku, frönsku, eða eigin tungumáli og:
-
hvetjið yfirvöld til að stöðva aftökuna á Mokarrameh Ebrahimi undir eins
- 
hvetjið yfirvöld til að milda dauðadóminn yfir Mokarrameh Ebrahimi
- 
hvetjið yfirvöld til að skýra frá því hvort Jafar Kiani var grýttur til dauða þann 5. júlí og, ef það er rétt, hvort það brjóti gegn frestun á aftöku sem yfirmaður dómsmála hafði þegar gefið út
- 
lýsið yfir ófrávíkjanlegri andstöðu ykkar gegn dauðarefsingunni sem brjóti gegn réttindum til lífs og sé grimmileg, ómannleg og vanvirðandi refsing
- hvetjið yfirvöld til að afnema lög sem kveði á um fólk sé grýtt til dauða

Sendist til:

Head of the Judiciary
Ayatollah Mahmoud Hashemi Shahroudi
Ministry of Justice, Ministry of Justice Building,
Panzdah-Khordad Square, Tehran, Islamic Republic of Iran
Fax: +98 21 3390 4986 (please keep trying)
Email: info@dadgostary-tehran.ir (In the subject line: FAO Ayatollah Shahroudi)
Salutation: Your Excellency

 Director, Qazvin State Government Office
Please mark: for the attention of the Director of Qazvin State Government Office
Fax: + 98 281 3682941 or + 98 281 3682895
Salutation: Dear Sir

Copies to:

Leader of the Islamic Republic
His Excellency Ayatollah Sayed ‘Ali Khamenei, The Office of the Supreme Leader
Shoahada Street, Qom, Islamic Republic of Iran
Email: info@leader.ir, istiftaa@wilayah.org


mbl.is Grýttur til bana fyrir hjúskaparbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband