Dónahommar

Mikið óskaplega er þetta undarleg fyrirsögn á fréttinni.  Nú hljóma ég eins og hver annar kverúlant sem nöldrar yfir öllu, en ég ætla samt að láta vaða.

Hvar er dónaskapurinn sem felst í því að vera "GAY"?  Hvernig er hægt að segja að "HIV" sé dónalegt?

Það er eins og þessi fyrirsögn sé frá miðri síðustu öld, en ekki í dag.  Almennt held ég að fólki finnist það ekki dónaskapur að vera hommi, eða lesbía.  Í besta falli geta þessi númer gefið eitthvað í skin hjá bíleigandanum, sem ekki á sér stoð í veruleikanum, en það er allt annað en dónaskapur.

Ég bjóst við einhverjum númerum sem myndu á einhvern hátt ekki vera við hæfi barna, en svo er alls ekki.  Ég bjóst eiginlega við einhverju eins og "TÍK" eða einhverju álíka. 

Ef ég fer með þetta lengra þá mætti segja að blaðamanni mbl finnist það vera dónaskapur að vera samkynhneigður/gay, það er a.m.k. það sem skín í gegnum þessa frétt. 

Þessi númer eru í mesta lagi misvísandi eða neyðarleg, en ekki dónaleg á nokkurn hátt.


mbl.is Blátt bann við dónalegum bílnúmerum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst orðið TÍK heldur ekkert dónalegt. Er það ekki kvenkyns hundur?

Ingibjörg Þórðar (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 18:38

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Rétt er það Ingibjörg að orðið TÍK er í sjálfu sér ekki dónalegt, en ég væri ekki sáttur ef einhver talaði um hana Gíslínu mína sem einhverja tík.

Annars, Gleðileg jól.

Guðmundur Örn Jónsson, 23.12.2007 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband